Kannski svolítið seint að koma með þetta, en hvað fannst fólki um mótið og keppendurna?
Ef þetta mót er ekki tilefni til einhverra umræða hér á Huga þá veit ég ekki hvað :) Er þetta kannski bara dauður þráður ?

Frá mér séð þá var þetta frábær auglýsing fyrir íþróttina, enda virðast margir hafa fengið áhuga á þessu eftir mótið, það er akkúrat það sem þurfti.

Ég held það hafi komið mörgum á óvart hvað Ísland á marga frambærilega boxara. Eitt fannst mér náttúrulega vanta og það eru fleiri kvennabardagar. Viljið þið stelpur sem æfið ekki keppa eða eru virkilega svona fáar í keppnisformi?
Já og svo þurfti bara yfirhöfuð fleiri keppendur í öllum þyngdarflokkum svo Íslandsmeistararnir þyrftu a.m.k. að keppa tvisvar sinnum til að fá titilinn. En það kemur á næsta ári ;)

Endilega segið hvað ykkur fannst og kannski hvað mætti bæta, ég get komið því áleiðis svo það verði bætt úr því að ári.