Kvöldið, ég er með tóma geymslu hérna niðrí kjallara þar sem ég hyggst koma fyrir boxpúða, ég er algjör byrjandi og hyggst ekki ætla að æfa box, allavega ekki núna þar sem það er nóg annað að gera, ég hef nokkrar spurningar og þætti vænt um það ef þið strákar sem vitið eitthvað í ykkar haus um þetta gætuð hjálpað mér.


Hvað er það sem ég þarf?
Hve þungan púða?
verð ég höggþyngri ef hann er þyngri?
Hvernig hanska?
verð ég þá höggþyngri ef ég nota þyngri/stærri hanska í þetta?
Þarf ég að vefja mig í hvert skipti sem ég ætla að boxa?
Hvað er það sem gerir mig höggþyngri annað en það að læra að kýla rétt?


Einnig, hvar er best að verlsa þetta allt?


Með von um góð svör, DefChild.