Loksins gerðist eitthvað í milliviktinni eftir langt leiðindaskeið. Eftir að Hagler og Leonard og co. hættu þá hefur þessi vikt verið dauð. Nú er þó möguleiki á nýju blómaskeiði.
Getur það verið að næstum helmingurinn af öllum stærtstu nöfnunum séu öll að stefna á eina vikt.
Þetta byrjar með Hopkins vs. Holmes og Tito vs. Joppy. Síðan munu sigurvegararnir berjast (Tito vs. Hopkins) og svo mun vonandi Jones fara í þann sigurvegara (Tito).
En þetta er ekki allt. Nú gætum við farið að sjá hina heilögu veltiviktarþrenningu nálgast, þ.e. Vargas, Mosley og De La Hoya. Hendir þeim inn í mixið, allir að berjast um þrjú belti, þá erum við að tala um þriðju heimstyrjöldina.
Ég veit ekki hvort maður ætti að þora að vona.