Ég er ekki alveg að fatta þessar fyrirsagnir sem eru á þessum boxmótum sem hafa verið haldin, maður sér Ísland-Danmörk, Ísland-USA svo er Ísland-Írland það nýjasta. Mér sýnast íslensku klúbbarnir taka sig til og kalla þetta Ísland þetta og hitt á móti öðru landi sem er þá líka eitthver krummaskuðsklúbbur í rassgati á móti okkar krummaskuði en ekki eiginleg landslið að keppa.

Er ekki kominn tími á að það verði annaðhvort stofnað landslið og það látið képpa undir fyrirsögninni Ísland eða þessir klúbbar fari að boxa hvor við annan í stað þess að ausa skít hvor yfir annann fram og til baka eins og maður hefur séð.

Finnst þetta allt orðið hálfhlægilegt og finnst komin tími á að sjá eitthverjar breytingar á þessu, hvað um ykkur?