Það lítur út fyrir að Mike Tyson þurfi að leita sér að öðrum umboðsmanni eftir næsta bardaga sinn(hvenær sem hann verður). Núverandi umboðsmaður hans Dan Goossen sagði nýlega í viðtali að hann væri svekktur yfir því að umboðsfyrirtæki hans, America Presents hefði aldrei getað fengið það sem þeir vildu út úr honum vegna umtalaðra hegðunarvandamála Tysons. Goossen sagði“ eftir að samningurinn rennur út, tökumst við í hendur og höldum í sitthvora áttina”.

Skyldi Tyson geta reddað sér öðrum umboðsmanni?? :)
Kveðja Rastafari