Finnst voða lítið hafa verið sagt eftir viðburði helgarinnar.
Ætlaði að setjast við skjáinn og lesa línanna á milli.
Mér fannst nokk vel staðið að boxmótinu í reykjanesbæ miðað við vandræðin sem komu upp, fínasta skemmtun alveg og meira segja sá ég ekki eftir 500 kallinum. Bardagi Jones og Ruiz kom mér samt á óvart, hversu einhliða þetta var og hvern fjandann ruiz var eiginlega að spá. Að reyna að útboxa konung útboxins er bara vitleysa, heldur að reyna að troða vel krepptum hnefanum í andlitið á Roy. en svona er þetta nú. Þetta blæs lífi í þungavigtina og það verður gaman að sjá hvað gerist í framtíðinni.