LOKSINS!!!!LOKSINS gæti eitthvað farið að gerast hjá honum Roy Jones Jr.
Eftir að hafa verið P4P besti boxarinn í þó nokkuð langan tíma hafa margir réttlætanlega snúið baki við honum. Roy Jones Jr er kominn niður í 3.sæti á allflestum P4P listum og stefnir bara enn neðar.
Nýlega rakst ég á opinbert bréf frá IBF Millivigtarheimsmeistaranum Bernhard Hopkins þar sem hann nánast grátbiður Jones um að berjast við sig. Jones og Hopkins hafa barist áður og þá sigraði Jones á stigum eftir jafnan bardaga.
Hopkins þessi er orðinn 36 ára gamall og þykir aldrei hafa verið betri. Roy Jones hefur ekki ennþá brugðist við bréfinu, enn hvernig getur hann flúið undan þessu? Það er svo sannarlega kominn tími til þess að hann sanni hvort hann sé virkilega eins góður gegn öðrum góðum boxurum eins og hann er á móti minni spámönnum.
Það verður gaman að sjá hvað Djónsinn segir og þetta er bardaginn sem gæti sent hann aftur í 1.sætið á P4P eða jafnvel útaf honum.
Eruð þið sammála mér um það að Roy Jones eigi að sýna hvað í sér býr, eða finnst ykkur hann hafa gert nóg til að sanna að hann sé sá besti?