Well !!!

Ég held áfram sama striki varðandi Vitleysuna í boxheiminum og þá sérstaklega varðandi þungavigtina og Don King.
Ef skoðaður er listinn yfir 100 bestu þungavigtarboxara í heiminum í dag kemur í ljós að Holyfield er rankaður númer 2 á heimslistanum, svo fáránlegt sem það er, þá spyr ég, hvað hefur hann gert til að verðskulda annað sætið á þessum lista?. EKKERT !! í síðustu 5 bardögum hefur hann unnið tvo tapað tveimur og gert tvö jafntefli sem segir mér að hann ætti kanski að vera í topp 20 í mesta lagi en ekki í öðru sæti eins og World Heavyweight Ratings segir.
Hver á þátt í þessu að mínu mati?, enginn annar er Don King vegna þess að hann er promoter Holyfields eins og þið vitið sjálfsagt. Hvernig mun þungavigtin verða á næstu árum? ef ég má spá verður Tyson sennilega kominn aftur til Don King áður en langt um líður og þá munu stærstu titlarnir vera í Ameríku í nokkur ár án þess að nokkur annar en einhver Kani fái að keppa um þá. Þetta svokallaða mót sem Don King er að setja upp mun standa yfir í þó nokkurn tíma og hver segir að það verði ekki annað mót eftir það.
Eina leiðin fyrir aðra boxara sem skara fram úr og vilja eiga möguleika á að keppa um titil í nánustu framtíð er að fara undir verndarvæng Don King, svo einfalt er það.
Ef einhver hefur selt sálu sína djöflinum þá er það Don King.
Af hverju fær Holyfield endalaus tækifæri á að keppa um titil? Mitt mat…..vegna þess að hann hefur Don the devil á bak við sig.
allavega tel ég Holyfield ekki einn af þeim 10 bestu í dag.
Larry Holmes sagði í viðtali fyrir löngu að´hárið á Don King væri upp í loftið einfaldlega til að fela djöflahornin á hausnumá honum.
Ég tek það fram að ég er ekki í krossinum, Betel eða filadelfíu þó ég skrifi eins og ég strangtrúaður, en þetta er nú bara til gamans gert.

Skoðið þennann link. http://www.boxrec.com/ratings.php

kveðja
Jonagre.