Eftir að hafa horft á upphitunina fyrir jones vs Woods get ég ekki annað en velt þessari annars áhugaverðu samsæriskenningu fyrir mér (þeir sem lásu þetta, að Lewis vs Tyson fightin hafi verið riggaður). Maðurinn sló EKKI þegar hann komst inn! Tyson var að nota STUNGUR! HVAR voru krókarnir!? Ég viðurkenni það að ég sé fan á manninn enda kemur hann ávallt (fyrir utan hugsanlega þennan bardaga rétt stemmdur þ.e. kominn til að berjast ekki til að faðmast). Hvað sem þessari kenningu lýður þá er greinilegt að það er ekki allt í lagi þarna hjá Tyson. Hugsanlegt er að maðurinn hafi haft svo miklar áhyggjur á að enginn skandall skyldi gerast að hann einfaldlega gat ekki barist (augljóst að Lewis hafði ekki sömu áhyggjur). Áður en þið dæmið þessa kenningu horfið þá gagnrýnið á bardagann og dæmið svo! p.s. það væri ekki í fyrsta sinn sem fight hefur verið riggaður!