Það er ekki oft sem maður finnur fyrir svo miklum yfirburðum að maður spyr sjálfan sig af hverju er guð að skapa svona mann og eyðileggja allt sem heitir eðlileg samkeppni. Þeir eru örfáir sem eru svona það er Prinsinn, Tyson og Roy Jones Jr. En það sem er verst er að þeir geta leyft sér að fela þessa yndislegu natural hæfileika með stælum og rugli því það er ENGINN SAMKEPPNI. Mér finnst Roy eiga svo mikið inni að það er eiginlega brandari. Það verður stórkostlegt að sjá þegar þessi snillingur sýnir ALLA sína hæfileika í hringnum. Þannig að ef einhver veit hvenær hann á að berjast næst þá væri fínt að fá svar. Þá get ég ákveðið hvaða dag ég ætla að líma sjálfan mig við imbann og vonast til að sjá 100% Roy Jones Jr bara svona einu sinni á minni aumu ævi.