Hér eru nokkrir fréttamolar úr heimi hnefaleikanna frá síðastliðnum dögum og vikum.

* WBA þungavigtarmeistarinn Johnny “The Quiet Man” Ruiz stendur nú í málaferlum við hinn kjafstóra umboðsmann, Don King. Ruiz freistar þess að fá tímabundið nálgunarbann á Don King vegna þess að Ruiz fannst King ekki vera að gæta hagsmuna hanns í samningaviðræðum við Mike Tyson um hugsanlegan bardaga 9. nóvember næstkomandi. Eins og frægt er orðið er ekki beint hlýtt á milli Kings og Tyson eftir að Tyson rak King fyrir nokkrum árum vegna meints fjárdráttar Kings af launum Tysons og eiga þeir báðir í 100.000.000$ málaferlum gegn hvorum öðrum. Laura Swain, dómari í máli Ruiz, gaf til kynna í síðustu viku að hún myndi ekki dæma Ruiz í hag nema hann gæti sýnt fram á réttlætingu á slíku nálgunarbanni og hvernig hegðun Kings væri brot á samning þeirra.
King sagði í vitnisstúkunni að hann væri tilbúinn að sleppa öllum kröfum sínum og leggjast fullkomlega í að gera bardaga milli Tyson og Ruiz þannig að ef að King sýnir ekki vilja í verki á næstu vikum er ekki ólíklegt að Swain dómari skipti um skoðun og dæmi Ruiz í hag, en dómskvaðning veðrur þann 6. september næstkomandi.

* Það er farið að hitna allsvakalega í kolunum milli Roy Jones Jr. og Bernard Hopkins en minnstu munaði að uppúr syði í hnefaleikahring í Puerto Rico þarsem Derrick Gainer, náinn vinur Jones, var nýbúinn að gera tæknilegt jafntefli.
Kapparnir skiptust á orðum og endaði með því að Jones þaut útúr hringnum með það loforð að bardaginn yrði í Nóvember.
Við verðum bara að bíða og vona.

* Vernon Forrest var á dögunum valinn hnefaleikari ársinns að mati “The Boxing Hall of Fame”.
Forrest er í dag talinn vera einn besti boxari veraldar, pund fyrir pund, eftir 2 stórsigra hanns á Shane Mosley.

*David Tua gekk frá fyrrverandi heimsmeistaranum Michael Moorer á 30 sek. fyrir stuttu. Moorer, sem á sínum tíma var talinn óhemju góður og sigraði meðal annars Evander Holyfield, átti aldrei nokkurn séns, Tua bakkaði honum strax upp að köðlunum og hreinlega hjó hann niður með hægri-vinstri fléttu. Tua er þá aftur orðinn marktækur titiláskorandi eftir 2 góða sigra á Fres Oquendo og Michael Moorer eftir töp gegn Chris Byrd og Lennox Lewis.

* Raddir eru farnar að heyrast um að Lennox Lewis sé við það að skrifa undir 3 bardaga megapakka við HBO sjónvarpsrisann. Mögulegir andstæðingar sem nefndir hafa verið til sögunnar eru Chris Byrd, Vitali og Wladimir Klitchko og rematch við Mike Tyson ef hann skildi fá bardaga við Johnny Ruiz og sigra hann.