Ég hef mikið velt fyrir mér stöðu mála milli Mike Tyson og Lennox Lewis upp á síkastið og því meira finnst mér eitthvað gruggugt vera við þetta alltsaman. Það sem ég er að fara að segja er enganvegin rótgróið í huga minn heldur frekar svona “hopeful conspiracy theory” eins og engilsaxinn myndi segja.

Jæja, hvert er þessi grein að stefna? Eruð þið eflaust farin að spyrja ykkur! Ég skal segja ykkur það. Ég er kominn á þá skoðun að það verði 3 bardagar á milli Mike Tyson og Lennox Lewis og eftir þá munu þeir báðir leggja hanskana á hilluna, og ég er einnig kominn á þá skoðun að tveir þessara bardaga verði fyrirfram ákveðnir, einn þeirra hefur nú þegar farið fram!

Nú er ég nokkuð viss um að þið eruð um það bil að fara að ýta á “back” takkann vegna geðsýkinnar í ofangreindir málsgrein en ég bið ykkur að lesa aðeins áfram þarsem ég ætla að reina að rökstyðja mál mitt örlítið betur.

Hver var staðan í þungavigtinni fyrir Lewis-Tyson? Jú, Lennox Lewis þurfti enn að sanna sig til að losna við Hasim Rahman draugin og Mike Tyson þurfti verulega á “stórum” útborgunardegi að halda vegna stórskulda sem hann var kominn í (kannski helst til gjafmildur á kjóla til skandinavískra yngismeyja), með öðrum orðum þá þurftu Tyson og Lewis hvorn annan.

Bardaginn sjálfur var erfið fæðing, það tók meira en ár fyrir sjónvarpsrisana Showtime og HBO (Tyson er samningsbundin hjá Showtime en Lewis hjá HBO) að komast að samkomulagi um sameiginlegan sýningarrétt en mér finnst alveg merkilegt hvað þetta tók alltsaman langan tíma miðað við hvað samningurinn var einfaldur að upplagi:

“Við sýnum bardagan saman með sameiginlegu útsendingarliði en ef að Tyson vinnur þá taka sjónvarpsmenn Showtime viðtöl við kappana og showtime fær allan endursýningarrétt en borgar HBO 5 milljón dollara á móti og öfugt ef að Lewis vinnur”

Þetta er allt og sumt!
Nú fer maður að hugsa “Hvað ætli það hafi verið sem tók svona langan tíma að semja um?”

Ég fékk ekki svar við þessari spuningu fyrr en fimmtudaginn 6. júní á vigtuninni fyrir bardagann.
Báðir boxararnir komu inn allt of þungir!
Þetta kemur VERULEGA á óvart miðað við að þetta er jú stærsti bardagi þessara tveggja manna og einn allrastærsti þungavigtarbardagi sögunnar, maður getur jafnvel gengið svo langt að kalla þetta stærtsta íþróttaviðburð síðustu áratuga! Og þeir báðir langt yfir sinni hæfulegu bardagaþyngd ?!? Furðulegt.

Síðan kemur bardaginn sjálfur, báðir menn virðast rólegir fyrir bardagann, Tyson reinir við fréttastúlu og Lewis hlustar á sinn Bob Marley.
Þeir ganga inn í hringin umkringdir öryggisvörðum og lína öryggisvarða skilur þá að inn í hringnum. Það er rafmagnað andrúmsloft í hringnum…eða hvað? Hvorugur boxarinn virðist neitt sérstaklega pumpaður fyrir bardagann. Lewis stendur þarna með sinn íssvip að vanda, sýnir engar tilfinningar við neinu sem neinn gerir eða segir. Tyson röltir rólega um hringinn og virðist lítið vera að spá í hvað sé að gerast þarna.
Michael Buffer og Jimmy Lennon Jr. kynna kappana og bardaginn hefst.

Tyson pressar í fyrstu lotunni án þess að skapa mikla hættu, hann sýnir fínar höfuðhreifingar og stingur, Lewis bíður, hvorugur kemur inn teljandi krafthöggi.

Lotur 2-8: Tyson labbar áfram, Lewis stingur, Tyson labbar, Lewis heldur o.s.f. þangað til Lewis slær Tyson niður og að lokum út.

Lewis virðist ánægður en Tyson virðist vera svona nokkurnvegin sama. Hann sýnir þakklæti í garð Lewisar eftir bardagann og biður um rematch, hann virðist vera að reina að hreinsa aðeins upp molnaða ímynd sína sem mannvera.

Hvað hefur síðan gerst eftir bardagann? Ekki múkk hefur heyrst frá Mike Tyson en Lennox Lewis hefur verið mjööög bissí að reina að steinsteypa nafn sitt inn í sögu hnefaleikanna, hann hefur sagt að það sé fyrir neðan hanns virðingu að berjast við fugl, aðspurður um bardaga við IBF áskoranda #1, Chris Byrd og sagði einnig að Wladimir Klichko ætti ekki séns í sig, að hann mundi rota hann. Allt þetta gefur í skyn annaðhvort að hann ætli að hætta eða rematch við Mike Tyson og seinni möguleikinn virðist æ líklegri eftir því sem tíminn líður.
Chris Byrd og Wlad Klichko eru einu trúverðugu andstæðingar Lewisar i augnablikinu og ef hann berst ekki við þá er lítið eftir í stöðunni.

Allt í kringum þennan bardaga er eitthvað skítugt, eitthvað veifar rauðum flöggum í hausnum á mér, eitthvað segir mér að það sé ekki allt með felldu.
Lítum aðeins betur á samningin milli Lewisar og Tyson…
Ótrúlega lítið hefur í raun komið fram um efnistökin en það littla sem komið hefur fram á síðustu vikum er m.a. að ef að Tyson hefði unnið þá átti Lewis að fá rematch innan 5 mánða frá bardaganum en það er annar þáttur í þessum samningi sem færri vita af. Mike Tyson á rétt á rematchi en Lewis má taka upphitunarbardaga fyrst!
Bíddu, bíddu…hugsum nú aðeins til baka, man ekki einhver eftir Mike Tyson að nánast grátbiðja Lennox Lewis um rematch eftir bardagann? Afhverju í veröldinni ætti hann að vera að grátbiðja Lewis um rematch ef hann á það svart á hvítu til í samning? Var hann eitthvað vankaður í hausnum eftir barsmíðarnar? Er hann svo útúr sínum málum að hann hefur ekki hugmynd hvað hanns egin samningur inniheldur? Allt ofangreint gæti passað en ég trúi að það liggi önnur ástæða að baki þessu…

Ég er farinn að komast á þá skoðun að nú sé “Lewis Tíminn”!
Allt sem er að gerast þessa dagana virðist hafa þann tilgang að sementa Lennox Lewis inn í boxsöguna, þetta hefur verið í gangi síðan klukkan u.þ.b. 5 aðfaranótt sunnudagsins 9. júní að íslenskum tíma. Þetta byrjaði um leið og Lennox Lewis rotaði Mike Tyson og Mike hélt ræðu um hvað Lewis færi frábær boxari og hvað hann ætti að halda áfram að boxa og vædli síðan í honum að fá rematch sem hann átti hvort eð er samningsbundið. Allt þetta var gert til að setja Lewis á stall með því að sýna Tyson sem extra undirgefin og auðmjúkan, Lewis the conqueror og Tyson hinn auðmýkti. Og eins og ég hef tekið fram hefur allt þetta verið að kristallast síðustu vikur þarsem Lewis tekur við allskonar orðum, fer í alla spjallþættina og talar niður til allra sem hann getur, allt til að hækka sig upp á en hærri pall!
Var ekki nóg að rota Mike Tyson? Afhverju ætti hann að þurfa að hækka sig enn hærra en rothöggið gaf til kynna?

Ég skal segja ykkur afhverju. Innan mánaðar munu Lennox Lewis og Mike Tyson gefa út yfirlýsingu að rematch hafi verið ákveðið í Nóvember/desember. Hlutverkin munu breitast örlítið, Lennox mun vera með stóru yfirlýsingarnar en Tyson vera auðmjúkur og tala um syndaaflausn og að hann ætli að sýna hvað í honum býr!

Og hvernig fer bardaginn? Tyson rotar Lewis með svipuðum sannfæringarkrafti og Lewis rotaði Tyson með. og áhugi um þriðja bardagann mun gjósa upp eins og ég veti ekki hvað. Þriðji bardaginn mun fara fram eftir u.þ.b. 1 og 1/2 ár og mun hann verða stærri en Lewis-Tyson 1. Sá bardagi mun vera eini bardaginn í þessari seríu sem ekki mun vera fyrirfram ákveðinn, alvöru orrusta. (ég vil taka fram að þegar ég meina fyrirfram ákveðinn þá meina ég ekki að eitthvað hafi verið feikað í bardaganum, rothöggið var raunverulegt en að Tyson hafi slakað á og leift því að koma).

Hvað stendur eftir þessa seríu? Jú, Mike Tyson og Lennox Lewis geta lagst í helgan stein forríkir og eiga að baki sér seríu sem mun fara í sögubækurnar sem dramantísk klassík og þeir munu báðir fá sæti í “The Boxing Hall of Fame” svipað og Ali-Frazier syrpan gerði fyrir þá kappa.

Eins og ég segi er þetta svona “what if..” pæling frekar heldur en fastmótuð skoðun, það er gaman að velta svona hlutum fyrir sér en ég er nokkuð viss um að fjölmargir munu verða ósammála mér og hinir halda að ég sé geðveikur…nema kannski einhver einn.

En við munum sjá hver er geðveikur á næstu vikum! HAHAHAHAHAHA…