Ég viðurkenni vel að ég átti von á beittari NAZ !!! en þó verð ég að segja að hann olli mér ekki vonbrigðum, ástæðan er einföld, Prinsinn var að koma aftur eftir heilt ár í burtu frá keppni, Hann varð að passa sig að gera engar gloríur sem hefðu getað kostað hann bardagann,
Hann var betri maðurinn allann tímann og sigurinn var í raun aldrei í hættu, ég er ekki frá að maður hafi séð reyndari boxara nú en áður og tel ég það batamerki líka.
Hann var seinn gömlu krafthöggin virkuðu ekki en ég hef engar stórar áhyggjur af því.
þó sagðist hann ætla að sýna okkur nýjan og ferskann Naz sem ég gat ekki séð.

Mitt mat.

Ef Naz gerir það sem hann segist ætla að gera og fara að keppa á 2ja mánaða fresti næsta árið þá hef ég trú á að hann komist í gírinn aftur en ef það verður bardagi á 6-12 mánaða fresti er hann búinn á næsta ári