Ég hef heyrt þá sögu um að Don King sé viljandi að rústa ferli Tyson's. Þegar að Tyson var á samningi hjá honum þá rændi Don King einhverjum háum fjárhæðum og sveik hann svo heiftarlega. Síðan vildi Tyson rifta samningnum sínum við Don en hann tók það ekki í mál. Tyson keppti síðan nokkra bardaga en síðan gat hann þetta ekki lengur og fór aftur til Don Kings og reyndi að rifta samningnum en þeir lentu í hörku rifrildi og Tyson lamdi hann. Þá hættu þeir auðvitað öllum viðskiptum, til allrar hamingju fyrir Tyson. Síðan eftir það hafa allir bardagarnir hans verið skandall eftir skandal. Til dæmis Holyfield bardaginn. Hann er náttúrulega hjá Don King og hefur þess vegna látið Holyfield espa hann upp þangað til að hann gerði eitthvað. Ég held að við fáum ekki heiðarlegan Tyson bardaga fyrr en hann keppir við Lennox Lewis. Það held ég að sé bókað mál.