Tyson á réttri leið Mike Tyson æfir nú þrisvar sinnum á dag, sex daga vikunnar eða heilar sex eða átta klukkustundir á dag í æfingabúðum sínum á Maui og er þegar kominn niður í 230 pund (104 kg). Iron Mike hefur ráðið til sín nýjan þjálfara, Ronnie Shields, og menn sem yfirleitt hafa verið að hanga í kringum hann á æfingum, Jay Bright og kjaftaskúmurinn Steve “Crocodile” Fitch hafa ekki látið sjá sig. Í gær sagði Tyson að takmark sitt væri að “drepa” Lewis. Annar þjálfari Tyson, Stanley McKinley, hefur lagt til bardagaáætlun Tyson: “Ég verð ekki ánægður nema Lewis rifbeins eða kjálkabrotni. Það er það sem ég leita eftir, ég vil sjá eitthvað brotna… Við æfum okkur í því hvernig við ætlum að láta rifin á honum falla saman, brjóta kjálkann, brjóta höfuðkúpuna. Ég hef sagt Mike að hann verði að brjóta eitthvað. ”Ef þú brýtur ekki eitthvað eigum við ekki eftir að sigra.“” Tyson vill meina að hann sé “vin”-sælasti boxari allra tíma. “Ég hef farið fram úr þeim öllum (Muhammad Ali, Joe Louis, Jack Johnson) hvað varðar vinsældir. Ég er stærsti boxarinn í sögu íþróttarinnar. Ef þú trúir því ekki skaltu kíkja í peningakassann.” Annars er Tyson ekkert að gera of mikið úr því hversu vænt fólki þykir um hann. “Ég held að meðalmaðurinn haldi að ég sé algjör rugludallur og að ég eigi fullkomlega skilið hvað svo sem kemur fyrir mig. Ég trúi því.” “Ég held að Lennox (Lewis) haldi að ég sé hræddur við hann. Ég held að hann óttist mig ekki á nokkurn hátt. Þess vegna hef ég ögn meiri orku. Ég held að hann beri enga virðingu fyrir mér eða neinu sem ég stend fyrir.” Tyson útskýrði einnig af hverju hann sagðist hafa bitið Lennox Lewis á blaðamannfundinum fræga í New York. “Ég sagðist hafa bitið Lennox vegna þess að það var eitthvað sem allir vildu heyra. Ég mun segja hvað sem er til þess að fara í taugarnar á honum. En þann 8. júní verður hold ekki nóg. Ég mun taka titil Lennox, sál hans og dreyfa snobbhænsnisheilanum hans um hringinn þegar ég slæ hann.”
_____________________________________________________