Jæja samaðdáendur um land allt!
tími til að gleðjast!
Því að síðasti stóri þungavigtarbardaginn sem fram mun fara um þónokkurt skeið mun verða að veruleika þann 8. júní næstkomandi í Pyramid Center í Memphis! Showtime og HBO eru búnir að penna niður nýjan samning.
Lewis og Tyson eru báðir komnir í æfingabúðir!
Þeir munu ekki koma auglitis til auglitis fyrr en á bardagakvöldið sjálft til að Las Vegas atburðurinn endurtaki sig ekki.
Stór orð fljúga á báða bóga. Lewis tala um að steypa arfleifð sína og Tyson um að fá titlanasína til baka þarsem hann sé hinn rétti eigandi þeirra. Tyson er undir í veðbönkunum og er það í fyrsta skipti á hanns ferli sem hann mætir í hringunn sem “litli maðurinn” en þó hefur sannast í gegnum tíðina að veðbankarnir hafa lítið að segja í svona viðureignum. Því má svona bæta við að í nýlegu viðtali við Evander Holyfield sagði gamli stríðsmaðurinn að hann mundi mun frekar veðjá á Tyson í bardaganum og benti á að Tyson hafi þurft að finna leiðir framhjá stungum allan sinn feril þarsem hann hefur nær alltaf verið mun styttir en andstæðingar ahnns og segist hann halda að þessi margfræga stunga Lewisar muni hafa lítiðm að segja í þessum bardaga!

Þannig að farið að plana boxpartýin sem fyrst því þetta er atburður sem enginn má missa af!