Fyrir þá sem vita það ekki, þá var kynning á tyson- lewis bardaganum í gær í New York. Þegar kynnirinn var búin að kynna áskorandann mike tyson til sögunnar og var að fara kynna Lewis þá réðst Tyson að honum og þegar lífvörður Lewis ætlaði að hindra tyson, þá varð hann brjálaður og reyndi að berja Lewis en hitti ekki, en Lewis hitti hann héld ég með hægri krók á ennið og það var svo þungt að hann fékk skurð. En því var ekki lokið því þeir héldu áfram að slást á gólfinu og Lewis segir að Tyson hafi bitið sig í löppina, miðað við hvað hann er ruglaður , er það alveg líklegt. Spurningin var hvort þetta væri hluti af kynninguna á slagnum ,enda hefur það sést á mörgum kynningarfundum fyrir slagi að menn séu að kýta í hvor öðrum, eins og de al hoya og vargas og barrera og morales, en það virtist ekki vera miðað við öll slagsmálin, ekki bara milli tyson og lewis. Spurningin er nú hvort að bardaganum verði, þó kannski líklegt, en það er ennþá hæpnara að tyson fái endurnýjað leyfið sitt hja Nevada boxing commission
Hvað haldið þið, er tyson að tapa sér?