Ef að Box verður leyft hér á Íslandi þá verður að hafa dómara rétt eins og það verður að hafa rétt eins og allt annað. Ég hef verið að hugsa lengi um þessi mál og finnst mér að ef ólimpískt box verður leyft hér á Íslandi þá verður að semja reglur, gjaldskrá og annað slíkt sem þarf. Ég er sjálfur körfuknattleiksdómari og veit því ýmislegt um dómgæslu og og hvað þarf til að setja hana upp.
Áhugi fyrir boxi er nokkur hér á landi að mínu mati á miðað við að það er enn ekki leyft að æfa það.

Dómgæsla er hinsvegar verk sem ekki allir vilja starfa við en ef sett væri upp gott kerfi sem sæi til þess að aldrei væri barist án dómara og eftirlitsmanns og annarra umsjónarmanna og að dómararnir fengju ávallt greitt sanngjarnt kaup þá væri hægt að sjá vel um þetta án mikillar vinnu. Kommentið endilega á þetta því að þetta er efni sem snertir alla sem vilja stunda hnefaleika eða koma nálægt þeim á einhvern hátt.

kveðja axel86