Þá hefur einkar skemmtilegt boxár runnið sitt skeið og er við hæfi að líta aðeins til baka á það á besta og versta á árinu sem leið.

—-

<b>Bardagi ársinns:</b>
<i>Felix Trinidad - Bernard Hopkins</i> er að mínu mati einn allra áhugaverðasti og skemmtilegasti bardagi sem ég hef orðið vitni að í þónokkurn tíma. Þótt ég sé mikill Trinidad maður þá get ég ekki annað en vottað Bernard Hopkins, sem er orðinn 36 ára, virðingu mína og er hann vel að titlunum kominn. Bardaginn sjáfur var magnaður og komu ýmsir vankantar á stíl Trinidads óhugnarlega bersýnilega í ljós og hafði hann ekkert svar við ganghöggum Hopkins.

<b>Boxari Ársinns</b>
<i>Bernard Hopkins</i> er án efa boxari ársinns eftir frammistöðu sína gegn Felix Trinidad og eins og ég sagði áðan er að vel að titlunum kominn og verður spennandi að sjá hvernig fer ef að hann mætir Roy Jones Jr. aftur en þeir börðust einmitt fyrir nokkrum árum og sigraði Jones þá á stigum.

<b>Nýstyrni Ársinns</b>
<i>Jameel McCline</i> kom mjög á óvart á árinu með sigrum á ekki ómerkari mönnum heldur en Michael Grant, sem hann rotaði snemma í 1. lotu bardaga þeirra og Lance(GOOFi, Mount) Whitaker sem hann sigraði sannfærandi á stigum.
Hann hefur nú sannað sig sem topp 10 þungavigtara og veðrur spennandi að sjá hvað hann gerir á komandi árum.

<b>“Upset” Ársinns</b>
<i>Bernard Hopkins-Felix Trinidad</i> var að mínu mati mesta upsettið á árinu. Ég veit að margir eru ósammála mér með það og geta þeir nefnt bardaga eins og Rahman-Lewis I sem dæmi en mér þótti sá bardagi ekki vera neitt sérstakt upset. Lewis Uppskar einfaldlega það sem hann sáði og var augljóst fyrir bardagann að hann var illa undirbúinn og kom það mér voða lítið á óvart þegar hann laut í strigann.
Sigur Bernard Hopkins á Tito kom mér hinnsvegar í opna skjöldu, ég vissi að Hopkins væri harður boxari og hafði mikið verið talað um að hann ætti séns, en það var líka talað um að William Joppy ætti séns en efitr útreiðina sem hann fékk taldi ég að ekkert afl á jörðinni gætið stoppað hraðlestina Felix Trinidad…ég varð að éta það ofan í mig því ekki aðeins tapaði hann…heldur tapaði hann illa og verður hann hugsanlega ekki samur sem boxari eftir þessa útreið.

<b>Rothögg Ársinns</b>
Dýrðarhögg <i>Hasim Rahman á kristalskinn Lennox Lewis</i> á fyllilega skilið að fá þennan titil. Rahman sem var nánast óþekktur hitti svona asskoti vel á Lewis í þessum bardaga þarsem meisarinn var þungur og hægur og var farinn að blása eins og aldrað búrhveli strax í annari lotu. svo í 5. lotu náði Rahman inn tveimur góðum hægri höndum. Lewis setti líka upp þetta glennibros til að sannfæra Rahman um að hann væri örugglega ekkert meiddur en hann var víst svo upptekin af því að sýna geiflurnar að hann sá þessa feiknar hægri hönd ekki koma og næsta sem hann vissi var að hann lá í striganum, titlalaus, virðingarlaus og brosið farið. Hann lærði þó eitthvað af þessu og fór álíka illa með Rahman í seinni bardaga þeirra en Rahman fær heiðurinn að rothöggi ársinns því að þetta var bardagi sem Lewis átti að vinna, og það auðveldlega.


þá er komið af frekar vafasömum titlum sem fæstir vilja verða fyrir að sigra.

<b>Leiðinlegasti Bardagi Ársinns</b>
Það voru að sjálfsögðu fullt að leiðinlegum “undercard” bardögum á árinu en það er mest svekkjandi þegar maður hefur setið í gegnum allt leiðinlega “undercardið” til að fá góða stöffið og það er ennþá rotnara epli en það sem maður þurfti áð þola. Gott dæmi um það er <i>Evander Holyfield - Johnny Ruiz III</i> en sá bardagi var einkar leiðinlegur, maður hafði búist við smá aksjóni eftir fyrri bardagana tvo sem voru hin sæmilegasta skemmtun en það var þessi ekki, og voru vonbrigðin enn meiri því að “undercardið var óvenju leiðinlegt og jafnvel miðað við Don King framleiðslu sem sjaldnast þykja skemmtilegar.

<b>Skandall Ársinns</b>
Þótt <i>Holyfield-Ruiz</i> hafi ekki verið neitt augnakonfekt þá var einn maður sem dómineraði bardagann ef hægt er að segja að koma með 3 högg í lotu á móti einu höggi andstæðingsinns sé dóminering. Evander Holyfield átti að vinna þennan bardaga, hann var betri, liprari og hraðari á sinn vonda, ólipra og hæga hátt en einhvernvegin sáu dómararnir jafntefli útúr þessu. ætli þeir hafi ekki bara dottað yfir ósköpunum og giskað síðan á skorið en jafntefli var þetta ekki.

<b>Versti Boxari Ársinns</b>
<i>Prins Naseem Hamed</i> fær þessa vafasömu tign þetta árið í minni bók. Sumum finnst kannski ég vera heldur harður við strákinn en það verður að taka tillit til þess hversu hypeaður drengurinn var, hann var bara hinn óspjallaði fjaðurvigta guð í augum margra. Svo kom Marco Antonio Barrera og gjöreyddi þeirri ímynd á einu kvöldi.
Barrera, sem er að mínum dómi aðeins meðalgóður boxari, harðjaxl með agressívan stíl gerði það sem engum hafði áður dottið í hug, hann gerði ekkert, hann beið þangað til Prinsinn kom til hanns og beitti gagnhöggum gegn honum og Hamed hafði ekkert svar. Hamed hefur aldrei þurft að vera frumkvöðull í bardaga, hann bíður eftir því að andstæðingurinn komi inn og tekur þá á gagnhöggum, hann kann ekki að sækja og varð það honum að falli. Því miður er hann ekki boxguðinn. Hann er alls ekki versti boxari í heiminum, hann er bara svo mikið verri en hann var sagður vera og fyrir það fær hann titilinn ”Versti Boxari Ársinns".



Þá hef ég skilað mínum dómi inn og er vafalaust haugur af fólki sem er ósammála mér og vonandi myndast skemmtileg umræða útfrá þessu :)