Sýn hefur ákveðið að sýna ekki beint frá létt-léttvigtar titlbardaganum milli WBO meistarans Acelino Freitas og Joel Casamayor sem fer fram 12. Janúar næstkomandi.
Þetta finnst mér synd því að þetta eru báðir mjög spennandi boxarar þótt þeir séu kannski ekki þeir þekktustu meðal almennings. Ekki eru heldur nein smánöfn á undir-spjaldinu og ber þar helst að nefna

David Tua VS Phil Jackson (10 lotur, Þungavigt
og
Wayne McCullough VS Alvin Brown (10 lotur, Fjaðurvigt)

Á umræddu kvöli mun sýn hinnsvegar sýna frá bardaga Hector Camacho Jr. og Jesse James Leija sem fram fór fram í sumar og var það víst skemmtilegur bardagi þannig að kvöldið er ekki alveg ónýtt.

Síðan er vert að minnast á að Shane Mosley mun mæta Vernon Forrest í beinni útsendingu á Sýn þann 26. Janúar en er það fyrsti virkilega stóri bardagi ársinns og vðerur spennandi að sjá hvernig Mosley höndlar Forrest sem er mörgum klössum yfir þeim andstæðingum sem Mosley hefur verið að mæta uppá síkastið og finnst mér Forrest vera eitt best geymda leindarmál hnefaleikanna.

Aðrir bardagar sem væntanlegir eru á árinu eru meðal annars:

Roy Jones Jr 45-1(36) vs. Glenn Kelly 28-0-1(16) (2. Feb)

Bernard Hopkins 40-2-1(29) vs. Carl Daniels 47-3-1 (30)(2. Feb)
(spennandi að sjá hvorn þeir sýna)

Erik Morales 41-0(31) vs Marco Antonio Barrera 54-3(39) (2. Mars)

Lennox Lewis 39-2-1(30) vs. Mike Tyson 49-3(42) (6. Apríl)
(Ekki staðfestur en samningar eru komnir vel á veg)

Oscar De La Hoya 34-2(27) vs. Fernando Vargas 22-1(20) (4. Maí)
(Heldur ekki staðfestur en einnig mjög nálægt því)


Þannig að skemmtilegt ár framundan og vonandi að það verði jafn viðburðaríkt og liðið ár.