Það var staðfest á sunnudaginn var að WBC meistarinn í létt-millivigt, Oscar De La Hoya muni verja titilinn sinn í fyrsta skipti gegn WBA meistaranum Fernando Vargas.
Þessi bardagi er stórt stökk upp í klassa fyrir De La Hoya en hann hefur mætt Arturo Gatti og Javier Castillejo síðan hann byrjaði comebackið sitt eftir að hafa tapað á móti Shane Mosley.
Fernardo Vargas vann sér það helst til frægðar að hafa staðið grimmilega í Felix Trinidad áður en hann var rotaður. Vargas er geisilega flinkur og sterkur boxari með mikinn handhraða og gríðarlega höggþyngd. Hann er kannski helst til villtur og óskólaður en hann hefur tekið framförum uppá síkastið.
Þetta verður geisilega erfiður bardagi fyrir gulldrenginn og veðrur spennandi að sjá hvernig fer 4. maí næstkomandi!