Styrktarmót Ólympíuliðsins í Hnefaleikum 9. febrúar Styrktarmót Ólympíuliðsins verður haldið í hafnarfirði í íþróttahúsinu við Strandgötu kl: 21 Laugardaginn 9. febrúar.

Miðaverð er 1000.- krónur
og rennur allur ágóðinn til Ólympíuliðsins í hnefaleikum.. Einnig verða boðnir ýmislegir munir og varningur til styrktar liðsins..
Við viljum líka hvetja fyrirtæki og stofnanir að koma á mótið og vera með í því að koma íslensku hnefaleikaliði á Ólympíuleikana..


Ólympíuliðið heldur til Pescara, Ítalíu 24. febrúar þar sem úrtökumót eru haldin fyrir leikana sjálfa sem haldnir verða í Peking í sumar..

Ólympíuliðið eða Þeir sem fara fyrir hönd Íslands eru:
Skúli Ármannson í yfirþungavigt
Lárus Mikael í léttþungavigt
Stefán Breiðfjörð í millivigt
Gunnar Þór Þórisson í léttvigt

Kynntu þér málið enn frekar

www.hnefaleikar.is

Og við vonumst til þess að sjá sem allflesta koma og styðja okkar menn!