Tekið af www.hfhboxing.com :

5. október 2007
Opnunardagur á morgun

Í tilefni af opnun glæsilegs húsnæðis Hnefaleikafélags Hafnarfjarðar langar okkur til að bjóða ykkar að taka þátt í opnunardeginum laugardaginn 6. október kl. 14 - 17 að Dalshrauni 10.

Formleg dagskrá byrjar kl 14.

1. Ræða formanns
2. Kynningarmyndband HFH opinberað
3. Stutt sýning yngri hópa
4. Hverjum og einum er frjálst að skoða húsnæðið

Vonumst til að sjá sem flesta,
Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar

Mín eigin ummæli um málið:

Þetta er alveg ÆÐISLEGT maður bara alveg súper sko, það voru margir að spá boxinu ekkert alltof góðri framtíð hér á Íslandi fyrir ekkert of löngu síðan og ég var einn þeirra enda voru horfurnar alls ekkert góðar í sjálfu sér en viti menn. Hnefaleikafélag Reykjavíkur www.hnefaleikar.com flutti í stærri og betri aðstöðu og blómstrar sem aldrei fyrr. Hnefaleikafélagið Æsir www.hnefaleikar.is mætti STERKT til leiks og komið í hóp fjögura stærstu hnefaleikafélaga landsins og það á met tíma. Og núna er Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar orðið að sannkölluðu páverhúsi og að flytja inn í nýja alveg snilldar aðstöðu. Já sumum skjátlaðist illa og gleðjast yfir því að svo hafi verið.

Til hamingju HFH og Hnefaleikar á Íslandi