Þó ég sé rosalegur Tyson maður þá er ég ekkert altof viss um að hann vinni Lewis. Ef Tyson lætur einhvern annan hugsa fyrir sig utan hringsins og hættir að láta eins og vittleisingur og tekur þennan bardaga alvarlega og æfir eins og maður þá á Lewis ekki mikinn sjens í hann. En ef hann er bara að þessu fyrir peningana en ekki til að vinna og Lewis verður í svona rosalegu formi eins og á móti Rahman þá er Tyson ekkert í altof góðum málum. Ég vona innilega að Tyson taki þennan bardaga alvarlega og taki almennilega á Lewis. Það gæti verið að þetta verði síðasti bardagi þeirra beggja þannig að ég vonast eftir góðum bardaga.

Þeir sem ættla að svara þessari grein ættu að sleppa svona barnalegum kommentum eins og “Tyson er bara auli” eða “Lewis kann ekki að boxa” maður er búinn að fá nóg af svoleiðis barnaskap hérna á huga. Allir sem sáu bardagan á móti Rahman vita að Lewis kann að boxa…. og engum heilvita manni dettur í hug að segja “Tyson er auli” hehehe hann getur alveg eins sagt “ég er heimskur” hálfviti"
_____________________________________________________