Margir hafa örugglega verið að pæla hvernig gengur í hnefaleikum í vestmannaeyjum.
þetta er búið að vera frekar svart undanfarna mánuði við nefnilega misstum okkar kæru aðstöðu. Sú aðstaða hentaði ekki vel fyrir dafnandi félag og var gólfið það hart að fólk fékk beinhimnubolgu. Fjöldi meðlima fjölgaði talsvert og voru orðnir uppí 25 á hverri æfingu. Fólk þurfti að sippa inná gangi og líka í því sem við kölluðum búningsklefi. Þótt að aðstaðan var ekki góð var glatað að missa hana vegna þess atviks að eitthver aðili kastaði lóði útum gluggan og vona ég að hann er með það á samviskunni að skemma fyrir heilu félagi. Þótt að við erum hnefaleikafélag förum við nú ekki að banka í neinn.
Síðan seinasta Íslandsmeistaramóts hefur margt verið að gerast í hnefaleikaheiminum á íslandi og ætla ég að varpa ljósi á það frá mínu eigin sjónarhorni.

Planið var að verja Íslandsmeistara titilinn þetta ár og ætti það ekki að hafa verið erfitt. En því miður var það ekki hægt vegna lélegs skipulags hjá nefnd ÍSÍ. Gallin í því skipulagi var það að keppnin átti að vera á undan bardanum með Oscar de la Hoya sem hljómar ekki vitlaust vegna þá fáum við kannski meira áhorf. Því miður var þetta ekki alveg úthugsað vegna prófana sem voru á sama tíma og keppnin átti að vera. Þetta fannst mörgum bara hreint og beint fáránlegt sem það var, og var Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar sammála því og drógu alla sýna keppendur úr keppni til þess að mótmæla og varð mótið frestað í annað sinn, já annað sinn á þessu ári. Það segir hvað skipulagið hjá þessari nefnd sem á að gæta hagsmuni keppenda sé góð og raunsæ. Þeir héldu því fram að það væri ekkert mál að æfa 3+ tíma á dag og læra svo undir próf, greinilegt að þeir hugsuðu ekkert um stressið sem kemur uppá þreytuna eftir andlega og líkamlega þjálfun.

Nýlega var mér boðið að fara til Írlands og keppa við mann sem er nátturulega eldri og mikið reyndari en ég. Þótt að mér finnst alltaf gaman að hetjusögum og væri það gaman að geta unnið keppni á Írlandi bara með viljanum einum en maður þarf að vera raunsær einu sinni og það að hafa engan þjálfara, enga box aðstöðu og ekki jafn mikinn eldmóð og áður eru ekki miklar líkur á sigra né tilgangur að fara. Tíminn sem ég hafði til þess að ákveða mig um að fara til Írlands og keppa var helgi og í fyrsta sinn þurfti ég að svara neitandi við keppni sem mér fannst frekar leiðinlegt. Þótt að ég hef náð svona langt með viljanum einum er þetta á öðrum mælikvarða en aðrar keppnir. Maður getur ekki gert allt sjálfur.
Ekki má gleyma að ÍBV hefur ekki gert neitt fyrir okkur nema að gera okkur erfiðara fyrir eins og að breyta æfingatímunum þegar við vorum undur þeirra þaki svo að handboltinn mundi fá fleiri æfingatíma. Núna er verið að vinna í húsnæðismálum og á það vonandi eftir að koma vel út.

Planið er að byggja félagið upp og koma sterkari til baka, styrkja sambönd milli félaga uppálandi og reyna senda fleiri í keppnendur frá okkur.

Takk fyrir lesturinn Sæþór Ólafur Pétursson