Nú styttist óðum í að Oscar De La Hoya og Floyd Mayweather takist á eða reyndar kannski ekki, bardaginn er ekki fyrr en eftir heilan mánuð en hann er nú samt að fá sína athygli og vel það, boxáhugamenn tala tæpast um annað þessa dagana og það skiljanlega þar sem að hér er um að ræða alvöru bardaga sem getur farið á báða vegu en ekki eitthvað ofauglýst bull eins og bardagana Oscar De La Hoya vs Bernard Hopkins og Lennox Lewis vs Mike Tyson sem menn þurftu ansi mikið ímyndunarafl til þess að geta spáð að úrslitin úr yrðu önnur en raun varð.

Hvað gerir þetta að góðum bardaga?

Akkvurat ekkert, bardaginn hefur ekki ennþá átt sér stað og því er ekki hægt að segja að þetta sé né hafi verið góður bardagi en það eru til ófá dæmi þess að bardagar sem mikið hefur verið beðið eftir reynist alveg hundleiðinlegir og hálf óáhorfanlegir og svo eru líka þess dæmi að slíkir bardagar endi á innan við hálfri lotu og valdi því áhorfendum að vissu leyti vonbrigðum. Þó svo að þessi bardagi hafi ekki átt sér stað og geti þar af leiðandi ekki hafa verið góður þá er auðveldlega hægt að halda því fram að fáir aðrir bardagar eigi jafn mikinn rétt á því að eiga sér stað og þessi og að yfirgnæfandi líkur séu á því að hann muni ekki valda vonbrigðum en það er sökum þess að hér er um að ræða bardaga milli tveggja af stærstu nöfnunum í boxinu, annað þeirra virðist vera að komast á sitt blómlegasta skeið meðan hitt hefur átt mjög farsælan og langan feril sem virðist ætla að halda áfram á sömu braut. Þessi bardagi inniheldur mjög þekkt nöfn úr boxinu, tvo bardagamenn sem virðast klárir í slaginn og örlítið fjölskyldu drama þar sem að faðir og núverandi þjálfari Mayweathers hefur verið með Óskar undir sínum væng undanfarin ár og því er ekki við öðru að búast en að bardaginn verði mjög spennandi.

Líkamlegir yfirburðir ODLH

Það segja sumir box áhugamenn að ODLH hafi líkamlega yfirburði gagnvart Mayweather og segja þá oftast eitthvað á þessa leið “ Það er ekki hægt að ætlast til þess að Mayweather valti auðveldlega yfir Óskar sem er mun stærri maður, en ef að þeir væru jafn stórir þá yrði þetta leikur einn fyrir Mayweather ”. Þessu er ég algjörlega ósammála, báðir þessir menn hófu atvinnu ferla sína 19 ára gamlir í undirléttvigtar þyngdarflokknum eftir að hafa keppt á ólempíuleikum sem áhugamenn í fjaðurviktarþyngdarflokknum og þó svo að Óskar hafi jú einu sinni haldið á millivigtar tittli þá voru frammistöður hans í þeim þyngdarflokk síður en svo sannfærandi, eftir stendur jú að Óskar stóð sig ágætlega í undirmillivigtar flokknum sem er tæpast langt frá veltivigtinni en Óskar hefur gengið í gegnum mun erfiðari bardaga heldur en Mayweather og er 34 ára gamall eða fjórum árum eldri en Mayweather og þar af leiðandi tæpast með umtalsverða líkamlega yfirburði.