Mike Tyson hélt áfram korssferð sinni í átt að heimsmeistaratitli í kvöld með sigri á hinum pulsulaga “Super” Brian Nielsen. Tyson tók sinn tíma í þetta eða 6 lotur sem er heldur lengra en fólk bjóst við og það lengsta sem hann hefur barist í tæp 5 ár. Þvert á móti því sem þulir sýnar héldu fram fannst mér Tyson líta ágætlega út, hann var að vísi mjög riðgaður, en mér fannst formið á honum ekki jafn hræðilegt og þessir öðlingar sáu einhvernvegin á honum. Nielsen hætti á kollinum sínum eftir 6 lotuna eftir að hann, hornið hanns og dómarinn höfðu komið sér saman um að það væri ekki þess virði að hætta á frekari meiðsl með því að halda áfram, en Nielsen hélt því fram að hann sæi ekkert með vinstra auganu en það var skorið strax í upphafi bardagans. Nielsen sem var slreginn niður í aðeins annað skiptið á ferlinum í 3. lotu hélt sér inni í bardaganum á þrjóskunni en Tyson vann allar 6 loturnar.
Eftir bardagann sagðist Tyson ætla að taka 2 upphitunarbardaga áður en hann fer á eftir titlinum en Wladimir Klitchko sagði eftir bardagann að hann væri tilbúinn að veita Tyson titlbardaga við sig á næsta ári.