Jæja gott fólk, nú langar mig aðins að varpa fram bolta og fá viðbrögð.

Nú er hið margumrædda íslandsmót afstaðið og talsvert langt síðan það gerðist, ágætis mót og allt það, nema staðsetningin á mótastað sem var algjörlega til að draga úr komu áhorfanda sem var svosem alveg viðbúið. Ég spyr, hvernig má það vera að í hvert einsta skipti sem “stærri” mót eru afstaðin að það virðist allur vindur vera úr starfinu, forystan er nánast ósýnileg, ef hún er á annað borð til og að manni virðist sem það sé sjálfskipað í 3-4 mánaða frí?

Mér skilst að það sé búið að skipa í þessa blessuðu hnefaleikanefnd á ný, er hún með öllu óstarfhæf? Hvar eru mótadrögin, skipulagið, krafturinn og hugmyndirnar, ég kalla eftir svörum
frá forystunni, eða á að bíða fram á haustið og fara að skipuleggja þá????

Á að bjóða íþróttinni upp á þetta 2-3 mót á ári, oftast nær haldin af eina og sama félaginu eða á að fara að hugsa um hagsmuni heildarinnar og vinna þetta markvist.

Látið nú skoðanir ykkar í ljós.