Nú er talið víst að heimsmeistarinn, Hasim Rahman muni mæta Lennox Lews þann 6. október næstkomandi. Þetta gerðist eftir að Don King bauð köppunum 25 milljónir dollara fyrir að mætast, sem eru kaldar 12,5 millur á kjaft.
En þetta getur haft í för með sér ýmislegt annað. Don King er nú ekki þektur fyrir það að gefa peninga án þess að hafa smátt letur í samningum sínum og getur það vel hugsast að hann muni neiða Lewis til að skrifa undir umboðssamning við sig. Ef að það eru skilmálar Kings þá er alveg jafn líklegt að Rahman bíði í þessa 18 mánuði sem dómstólarnir úrskurðu að hann ætti að bíða í og taka áhættuna á því að verða sviptur titlunum, og ef að hann veðrur sviptur titlunum þá munu toppáskorendur hjá hverju sambandi berjast um þá og Lewis hefur einfaldlega ekki tíma í að byrja að safna upp á nýtt, en kappinn veðrur 36 ára síðar á þessu ári.

Einnig má bæta því við að 2 þungaviktarbardögum hefur verið bætt við Holyfield - Ruiz III spjaldið sem fer fram í Kína í ágúst. David “hinn óheppni” Izon og Henry “haltu mér fastar” Akinwande munu berjast á móti einhverjum nóboddíum eins og venjulega á þessum ferkar óspennandi Don King framleiðslum. Líklegt þykir að sigurvegarinn úr Holyfield - Ruiz III muni síðan mæta Henry Akinwande í Nígeríu í nóvember.
Nú spái ég myrkri tíð framundan í þungaviktinni þarsem Don King virðist vera kominn með tögl og haldir í þessu flaggskipi hnefaleikanna og munu líklegast innanhús boxarar hanns berjast um titlana um ókomna tíð, vonum að ég hafi rangt fyrir mér.