Nú er öðrum degi lokið af réttarhöldunum gegn Hasim Rahman en kærendurnir eru Lennox Lewis, Cedric Kushner og Mike Tyson.
Núna eru bæði Lennox Lewis og Emanuel Steward búnir að stíga í vitnastólinn. Lewis hélt því fram að hann væri að verða gamall og að hæfileikar hanns gætu farið að hnigna fljótt og þessvegna vill hann fá sénsinn á því að bæta við arfleifð sína og ná í beltin sín til baka, Steward tók í sama streng og sagði að Lewis væri að verða eldir og strax væru komin merki þess í bardögum og æfingum og þessvegna væri mikilvægt að Lewis fengi bardaga við Rahman sem fyrst.
Cedric Kushner er að kæra Rhaman fyrir samningsbrot þegar hann gekk til liðs við Don King og Mike Tyson er að kæra Rhaman af því að hann telur sig eiga rétt á fyrsta bardaga gegn Rahman þarsem hann er númer 1 áskorandi hjá WBC og reglur WBC segja að meistarinn verði að verja beltið 1 sinni gegn topp áskorandanum áður en hann geti valið sér bardaga!