Hnefaleikar og Spilling Hnefaleikar og Spilling

Eru Úrslit í hnefaleikabardögum fyrirfram ákveðinn? Er sem sagt svindlað í hnefaleikum?

Þetta er algeng spurning í umræðum um box. Í byrjun aldarinnar (1900) var töluvert um

grunsamleg úrslit og var léttþungavigtin alræmdust. Hún var stofnsett 1903 og einn af

fyrstu heimsmeisturum hennar kom fram í blöðum og viðurkenndi að hafa háð fleiri tugi

bardaga þar sem andstæðingum var mútað til að tapa. Þetta breyttist fljótt og flestir tóku

hnefaleikana alvarlega á þeim tíma sem Dempsey var heimsmeistari, frá 1919 til 1926. Þegar

Gene Tunney hættir keppni 1928, eftir aðeins tvo titilbardaga (frá því að hann sigraði Jack

Dempsey) og helgar sig aðaláhugamálið sínu, Shakespeare og Plató, gerði ítalska mafían

tilraun til að ná stjórn á boxinu og veðmálastarfseminni í kringum það. Tveggja metra

langur og ógnvekjandi Ítali að nafni Primo Carnera var hennar maður. Hann hafði unnið sem

kraftajötunn í sirkus en var nú dubbaður upp sem boxari og eftir nokkra létta sigra var

hann orðinn heimsmeistari. Það leit út fyrir að boxið væri að fara sömu leið og bandaríska

fjölbragðaglíman sem enginn tekur alvarlega. En Carnera gat ekki leynt hversu lélegur

bardagamaður hann var og eftir nokkrar ,, titilvarnir'' sem hann vann léttilega var

hnefaleikaíþróttin að missa allt aðdráttarafl sitt. Eftirspurnin eftir alvörumeistara

leiddi til þess að fremur smávöxnum boxara, Max Baer, var gefið tækifæri á titilbardaga og

afhjúpaði hann hæfileikaleysi Carnera á afgerandi hátt; sló hann ellefu sinnum niður og það

var Carnera sjálfur sem fékk dómarann til að stöðva bardagann. Þegar Joe Luis verður

heimsmeistari 1937 fóru allar tilraunir skipulagðra glæpasamtaka til að ná yfiráðum í

hnefaleikum endanlega út um þúfur. Joe Louis var stór meistari, einn af þremur stærstu en

samt ekki mikill vexti. Carnera er einn af risunum sem birtast af og til í boxsögunni,oftar

en ekki uppgötvaði vegna gífurlega líkamsburða en alltaf eru þeir útboxaðir af mönnum sem

eru miklu minni en tæknilegir, til mikillar ánægju fyrir fagurkera boxins.
Í hnefaleikum í dag verður að gera greinarmun á svindli og svínaríi. Það er ekki hægt að

múta þeim sem eru í fremstu röð og eru að keppa um stóru titlana í íþróttinni.Hvað þyrti

til dæmis að borga Holyfield til þess að leggja sig í hringnum? Verðmætin sem

hnefaleikarnir geta fært góðum boxurum eru í réttu hlutfalli við þá ímynd sem þeir fá í

vitund almennings.Það getur enginn komist upp með að vera stóru bardögunum ef það leikur

minnsti grunur á að menn hafi rangt við.En það er annars konar svindl í gangi og það er

tengt áskorendalistunum. Það er altalað meðal þeirra sem til þekkja að staða manna á þessum

listum sé mjög háð þrýstingi og mútum frá umboðsmönnum boxaranna. Það er alltof oft reynt

að blása upp
vonlausa boxara og er það svínarí. Og ef ferilskrárnar eru falsaðar er það

algjört svind.