Jack Johnson Einn Mesti Brautryðjandi í Boxinu fyrir Svarta Menn Jack Johnson
Fæddur:31.mars 1878.
Látinn:10.júní 1946.
Þjóðerni:Bandarískur.
Gerðist atvinnuboxari árið 1897.
Heimsmeistari í þungavigt: 1908-1915
Sigrar:68 Ósigrar:10 Jafntefli:10 Sigrar á rothöggi:40

Þungavigtarboxarinn Jack Johnson, skírður Arthur John Johnson, var fyrsti svarti
heimmeistarinn í hnefaleikum.Hann barðist, svo vitað sé, frá 1896-1945, en fyrri hluti
ferils hans er mönnum óþekktur í dag. Johnson hafði gífurleg áhrif á svarta bræður sína.
Aðeins Muhammad Ali hefur náð til þeirra með svipuðum árangri.
Johnson var og er enn talinn einn besti varnarboxari sögunnar. Hann barðist við þá allra
bestu og sigraði. Árum saman neituðu þó hvítir hnefaleikamenn að mæta honum í hringnum
vegna hörundslitar hans, en hann gafst ekki upp og ,,neyddi'' þá til að etja kappi við sig.
Árið 1908 elti Johnson þáverandi heimsmeistara í þungavigt, Tommy Burns, yfir hálfan
hnöttinn; frá Bandaríkjunum til Ástralíu þar sem Burns, sem var á sýningarferðalagi, í
þeirri von að fá að berjast við hann. Burns, sem var kanadískur, gat ekki lengur forðast
svarta áskorandann.
Viðureign Johnson og Burns fór fram í Sydney í Ástralíu um jólaleytið fyrrnefnt ár. Þetta
var í fyrsta sinn sem svartur maður og hvítur börðustum heimsmeistaratitilinn í hnefaleikum
og þótti stórskandall í Bandaríkjunum. Johnson lék sér að Burns, kallaði hann kanínu á
meðan á bardaganum stóð og hvatti hann til dáða með glott á vör. Í fjórtándu lotu gerðust
þau tíðindi, að lögreglan réðst upp í hringinn og stöðvaði viðureignina vegna þess að
svartur maður var að vinna titilinn í fyrsta sinn í sögunni.Með því að stöðva bardagann á
þennan hátt vonuðust nærstaddir, sem allir voru hvítir, eftir því að Burns héldi titlinum.
En sú von varð að engu þegar dómarinn úrskurðaði Johnson sigurvegara.
Þegar fréttin barst yfir hafið til Bandaríkjana brutust út gífurleg fagnaðarlæti í
Harlem-hverfinu í New York sem og í öðrum borgum landsins.Svertingjar þustu út á göturnar,
veifuðu húfum og flíkum; grátandi og ærðir af gleði. Loksins hafði fengist sönnun fyrir því
að hvíti maðurinn, sem hafði troðið á þeim áratugum saman, var ekkert annað en kanína;
kanína sem var lamin sundur og saman af svörtum manni og það löglega.
Þvílík Hamingja.
Skuggalegir atburðir áttu sér þó stað þessa sömu nótt og næstu nætur. Svertingjar voru
drepnir í hrönnum og hengdir upp í ljósastaura og tré. Þeir voru skotnir á færi víða um
bandaríkin. Meðlimir ,,Klansins'' og fylgjendur þeirra æddu um trylltir af bræði yfir því
að svartur maður hafði unnið heimsmeistaratitilinn. Og hvað eftir annað var fundinn
,,verðugur'' andstæðingur honum til höfuðs.En hann fór létt með þá all. Einn þeirra var
Stanley Ketchel. Hann fékk viðurnefnið ,,hvíta vonin'' fyrir bardagann. Það breytti
engu.Johnson lamdi Ketchel svo hrikalega í tólftu lotu að tvær tennur úr ,,hvítu voninni''
stóðu fastar í hanska heimsmeistarans þegar hönd hans skildi við andlit Ketchel. Þar með
lauk þeim slag. Jack Johnson skrifaði nýjan kafla í sögu bandarísku þjóðarinnar og varð hún
aldrie söm á eftir. Allt var þó reynt til þess að gera honum lífið leitt. Hann var ofsóttur
allt til dauðdadags. Árið 1912 var hann dæmdur í fangelsi fyrir að ,,smygla'' hvítri stúlku
yfir fylkismörk; menn kölluðu það hvítt þrælahald. Johnson, sem hafði ferðast um í eigin
járnbrautarvagni,drukkið eins og berserkur og sóað peningum í fjárhættuspil og hvítar
konur, sá því sæng sína upp reidda í Bandaríkjunum og flúði til Frakklands áður en
yfirvöldunum tókst að koma honum bak við lás og slá.
Í Frakklandi lifði Johnson hátt. Hann boxaði þar við evrópska og afríska hnefaleikamenn -
hafði alltaf sigur - og át og drakk með aðlinum. Hann var gífurlega vinsæll og aufúsugestur
nánast hvar sem var í landinu.
Johnson var í útlegðinni frá 1913 til 1920. Á þeim tíma barðist hann í Frakklandi eins og
fyrr segir, en líka í Argentínu, Mexíkó og á Kúbu. Og það var eimmit í Havana, höfuðborg
síðastnefnda lands, sem hann tapaði titlinum árið 1915. Andstæðingur hans var þá risinn
Jess Willard, kúreki frá Kansas í Bandaríkjunum, sem kláraði dæmið með rothöggi í
tuttugustu og sjöttu lotu. Það er ennþá verið a' rífast um þennan bardaga, enda sagði
Johnson nokkru fyrir dauða sinn, að hann hefði tapað viljandi gegn því skilyrði að geta
snúið heim til bandaríkjana á nýjan leik. Þetta þykir þó frekar ólíklegt að mati þeirra sem
hafa stúderaðsöguna. En samt eru til ljósmyndir sem sýna Johnson liggjandi í hringnum, með
vinstri höndina yfir andlitinu eins og hann sé að verja augun fyrir sterku sólarljósinu.
Kannski var hann því alls ekki rotaður.Hver veit?.
Johnson elskaði hraðskreiða bíla og endaði líf sitt í einum slíkum sem hann missti stjórn
á. Jack Johnson var einn litríkasti hnefaleikari sögunnar, hann breytti gangi mála í
heimalandi sínu og gaf boxinu nýtt andlit.