Sætabrauðsdrengurinn Floyd Mayweather bar sigur úr bítum í viðureign sinni gegn hinum harða Carlos Hernandez í nótt. Bardaginn fór alla leið en þykir mikil mildi að Mayweather skildi hafa lifað bardagann af þarsem hann var illa meiddur á báðum höndum, sérstaklega þeirri hægri. Hann meiddist víst við æfingar wn gerði illt verra með hægrihandarhöggi í höfuð Hernandez í 6. lotu! Sársaukinn var svo mikill að mayweather þurfti að setja vinstri höndina niður og láta telja yfir sér meðan hann jafnaði sig. Síðan gerðist hann örvhentur restina af bardaganum og notaði mikið stunguna. Mayweather segiust ekki vita hversu lengi hann þurfi að vera frá en ahnn segir þetta vera hnúabrot! Við skulum vona að þessi meiðsl hafi ekki varanleg áhrif á glæsta framtíð þessa frábæra boxara!