Mig langar aðeins að tala um hvernig Sýn hefur verið að slá slöku við í útsendingum á hnefaleikaviðburðum upp á síkastið. Fyrst var ég óhress með að ekki var sýndur Keith Holmes VS Bernard Hopkins sem var bardagi í 1. lotu milliviktarkeppninar og hafði hann talsverða þýðingu síðan nýlega slepptu þeir því að sýna Fernando Vargas VS Wilfredo Rivera í beinni en sýna hann reyndar núna í kvöld. Síðan er ég mest hneykslaður yfir þeirri ákvörðun þeirra að sýna EKKI! ég endurtek sýna EKKI! Floyd Mayweather VS Carlos Hernandez en eins og allir vita er Floyd Maywather boxari sem er svo góður að hann á fastann sess inn á topp 5 pund fyrir pund jafnvel topp 3! Ég vona að þetta sé ekki það sem koma skal frá sýn!