Er Samuel Peter framtíðin? Þegar við íslendingar hugsum um gömlu góðu dagana í þungavigtinni þá förum við aftur til ársins 1996. Mike Tyson, Evander Holyfield og Lennox Lewis reðu deildinni. Þetta eru gríðarlega stór nöfn og okkur dauðlangar að þessar hetjur endurfæðist og gefi þungavigtinni það sem henni vantar..alvöru samkeppni!

Vitaly Klitscko er að mínu mati sá besti í þungavigtinni í augnablikinu. Ég er ekki mikill aðdándi hans en hingað til þá hafa allir átt í erfiðleikum með hann. Hæðin, styrkurinn og stíllinn gera hann að hættumlegum andstæðing og hann hefur stórt hjarta!

Ég sé ekki fyrir mér að hvorki Hasim Rahman, John Ruiz né James Toney nái að steypa honum. Þó vona ég að Hasim ná einu lucky punch..þetta er það æðislega við þungavigtina..það getur allt gerst.

En kannski er ljós í myrkrinu…kíkjum aðeins á Samuel Okan Peter. Samuel Peter eða “the nigerian nightmare” eins og hann er kallaður er 24 ára og skartar fram fínum feril(22-0-0-19) Hann býr yfir gríðarlegum höggþunga, virðist hafa sterka kinn og sókngjarn. Sumir segja að hann sé næsti Mike Tyson, en honum vantar mikið upp á það. En eins og þungavigtin er í dag og tel ég það bara tímaspursmál hvenær Samuel Peter fær titilbardaga. Honum vantar reynslu og erfiðari andstæðinga en þar sem að hann er skráður sem nr 10 hjá ,,Ring" og fer að takast á við stóru strákan bráðum!
David Tua er loksins komin aftur en er aðsjálfsögðu ryðgaður og þarf smá tíma!
En Klitschko trónir á toppnum í bili, vonandi nýtur hann þess á meðan hann getur…ég hlakka mikið til þegar Klitschko vs Samuel Peter skellur á….en ekki strax!
Endilega segið mér hvernig þið sjáið framtíðina fyrir ykkur og að lokum skora ég á ykkur til þess að kíkja á slóðina sem ég birti hér að neðan til þess að sjá ferilinn hans Samuels, svo getið þið bara notað google.

http://www.boxrec.com/boxer_display.php?boxer_id=032364