“Super” Brian Nielsen eins og danirnir kalla hann er sennilega frægasti boxari dana. Árið 1999 jafnaði hann met Rocky Marciano með því að vera ósigraður sína fyrstu 49 bardaga. Hann hafði m.a. unnið Larry Holmes, sem var þó 45 eða 46 ára þá. Nielsen var síðan sigraður sumarið 1999 af “Dangerous” Dick Ryan vegna vökvataps var sagt. Hann var hálf dasaður í hringnum og flestir héldu að hann væri að leika sér en svo var ekki. Umboðsmaður hans Mogens Palle að nafni hefur oftar en einu sinni verið nálægt því að koma honum í stóran bardaga við m.a. Tyson og Lewis en það tókst ekki. Hann er svipaður Rahman að stærð en hann er sverari.

Ég spái rothöggi frá Nielsen frekar seint í bardaganum.
Kveðja Marciano