Einn stærsti boxviðburður á Íslandi verður 18. mars næstkomandi þegar öll skráð hnefaleikafélög innan ÍSÍ munu halda árshátíð saman.

Kvöldið mun byrja með þriggja rétta máltíð á Hótel Íslandi, Broadway.

Eftir matinn mun ein stærsta boxkeppni ársins vera haldin þar sem öll hnefaleikafélögin munu seta saman lið með sínum bestu boxurum og taka á móti liði frá Bretlandi. Sýn mun sjá um að taka upp keppnina og senda beint.
BBC mun einnig koma með tökulið, taka upp kvöldið og sýna hjá sér á prime-time en með þeim mun koma einn fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum.

Eftir keppnina verður svo ball þar sem meðlimir allra hnefaleikafélaganna og aðrir gestir munu skemmta sér langt fram á nótt. Áfengi verður selt á staðnum og verða því einstaklingar undir 18 ára aldri að koma í fylgd með fullorðnum.

Nánari upplýsingar munu svo koma þegar nær dregur.

Ef þú hefur æft lengur en 6 mánuði hjá skráðu hnefaleikafélagi og vilt freista þess að keppa á þessu kvöldi hafðu þá samband við HR í síma 426-9464 (4-boxing).

Einnig ef þú vilt auglýsa á hring eða fatnaði keppenda og ná til áhorfenda Sýn og BBC geturu haft samband við HR í síma 426-9464 (4-boxing).