Já, þið heyrðuð það hér fyrst. Fyrstu tvær loturnar verða rólega þar sem að Joppy boxar og er hreyfanlegur á meðan Tito hitar sig upp og finnur rétta taktinn. Í fjórðu fer Tito að koma inn gagnhöggum, og þá fyrst sjáum við úr hverju Joppy er gerður… heldur hann áfram að boxa eða sluggar hann? Ég held að hann haldi sér við planið og boxi. Fimmta lotan verður jafnari og svo steinrotar Tito hann með hægri yfir lata vinstri stungu Joppy's í sjöttu lotu og vinnur bardagann.