Kannski er það misskilningur en mér finnst þetta áhugamál orðið frekar dauft og nánst ekkert að gerast og þá einna helst þegar menn eru með aðfinnslur og leiðindi. Þó get ég viðurkennt að það er kannski ekki neinir stórviðburðir í burðarliðnum en þó er nú hægt að spjalla um þessa skemmtilegu íþrótt og skiptast á skoðunum. Þetta er eini vefurinn sem býður upp á spjall um hnefaleika enda er boxing.is búinn að liggja niðri lengi og fátt orðið um fína drætti. Svo finnst mér allt of algengt að menn finni einungis hjá sér hvöt til að rífast og skammast en láta málefnalega umræðu eiga sig og þá verða menn þreyttir á að skoða þenann vef. Reynum heldur að rífa þetta upp og hafa gaman af þessu enda umræðan þannig í þjóðfélaginu að ekki veitir af