Ok, þegar við lítum á það hvað er að gerast með allar súperstjörnurnar sjáum við að það er enginn einn sigurvegari uppistandandi enn sem komið er.

Léttveltivigtin:
Kostya Tszyu gæti rotað Judah en annars vinnur Judah á stigum. Hvor þeirra sem er verður rotaður ef þeir berjast við Mosley. Judah er góður en grænn. Tszyu er kröftugur en takmarkaður. Engir fleiri hér á næstunni.

Veltivigtin:
WBC meistarinn Shane Mosley er á toppnum og hann segist ætla að sameina titlana ef að De la Hoya eða Trinidad mæta honum ekki á þessu ári. Hann ætlar semsagt að berjast við Andrew Lewis (WBA meistarinn) og Vernon Forrest (verður IBF meistarinn von bráðar). WBO meistarinn, Santos, virðist vera dálítið hype-aður. Hann virðist vera eitthvað að rembast út af því að hann rotaði bretann Neil Sinclair með einum vinstri krók (geðveikt rothögg sá það á EuroSport). Síðast þegar einhver var hype-aður eftir svaka rothögg var það hann James Page sem rotaði Andrei Pestriaev með einu höggi (einnig geðveikt rothögg, ef þið eigið Johnny Tapia - Nana Konadu á spólu þá getið þið fundið það á undan Page - Lopez bardaganum… vel þess virði :) og Page floppaði illilega á móti “Six Heads”.

Annars skuluð þið fylgjast með því á þriðjudögum á Eurosport hvort þið rekið ekki augun í Kofi Jantuah. Hann getur aldeilis slegið frá sér og boxað. Hugsið ykkur Ike Quartey án attitude-vandamála og ekki eins passífur.

Léttmillivigt:
Vargas á eftir að koma til baka, og verður konungur í þyngdarflokknum þangað til hann mætir Tito vonandi (mögulegt ef hann tapar fyrir Hopkins eða Jones) aftur seint á næsta ári eða í byrjun 2003. Tito er farinn. De la Hoya ætlar upp eftir Gatti bardagann þannig að hann mætir mögulega Vargas áður en við sjáum Tito-Vargas II. Ég efast samt um það. Quartey meikar komm-bakk og berst aftur við De la Hoya (og tapar) sem þá hefur tekið titilinn af Francisco Castillejo, sem að Oscar keypti undan Vargas. Winky Wright og Harry Simon fá enga athygli þótt þeir eigi hana skilið. Annars ætlar Simon að elta Trinidad upp í millivigtina, eða öllu heldur þá ætlar hann að hirða upp leyfarnar.

Millivigt:
Joppy tapar fyrir Trinidad. Holmes tapar fyrir Hopkins. Trinidad hættir því miður líklega við að mæta Hopkins og berst við Roy Jones í staðinn. Hopkins heldur áfram að dominera millivigtina og berst meðal annars við Joppy meðan hann bíður eftir Trinidad. En Trinidad berst ekki við hann tímanlega, og Hopkins hættir í fýlukasti.

Þetta er svona minn fýlingur…