Samkvæmt bardagasamningi Rahman og Lewis má
Rahman berjast við einhvern annan en Lewis áður en þeir
fara aftur og því héldu margir að hann myndi fara á móti Tyson
(sem væri alls ekki vitlaust af honum peningalega og
virðingarlega séð). Hins vegar stendur í smáa letrinu í
samningnum að síðari bardagin, rematchið, þeirra Lewis og
Rahman verði að fara fram innan 5 mánaða frá því að
áskorandinn (nú Lewis) óskar eftir því. Í enn smærra letri en
jafn þýðingarmiklu, segir að titilhafinn (nú Rahman) megi ekki
berjast við neinn 90 dögum áður en rematchið fer fram.
Þannig að: ef Lewis óskar eftir því keppa við Rahman á
morgun gæti Rahman frestað því fram í lok september og
þyrfti því að berjast við Tyson eftir tæpa 2 mánuð en það er
nær óhugsandi vegna skurðar á augabrún Rahmans og svo
er spurning hvort hið nýskeða bílslys Rahmans hafi einhver
langvinn áhrif.
- Jón Páll