Vilt þú æfa box? Eftir gott sumarfrí þá er Hnefaleikafélag Reykjarvíkur að byrja aftur með mikið úrval af fjölbreytum námskeiðum. Hnefaleikafélag Reykjarvíkur er án nokkurs vafa einn stærsti viðurkenndi boxklúbbur á Íslandi. HR býður uppá eina fullkomnustu aðstöðu til boxiðkunnar. Stór viðurkenndur keppnishringur brýðir miðju klúbbsins og kringum hann eru 18 box búðar, sippu bönd og ágæt lyftingaraðstaða.

Þau námskeið sem eru í boði hjá HR eru:

HR er fyrst og fremst þekkt fyrir að kenna ólympíska hnefaleika. Vinsældir ólympískra hnefaleika hafa aldrei verið jafn miklar og núna. HR býður bæði námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Á byrjenda námskeiðunum er byrjendum kenndur grunurinn í ólympískum hnefaleikum. Fyrst og fremst eru það tækniæfingar sem lagt er uppúr og samhliða þeim eru þrekæfingar.

Fitnessbox er eitthvað sem enginn má missa af. Fitnessbox sér til þess að þú komist í frábært form. Í fitnessboxi er aðallega lagt uppúr fjölbreytum þrekæfingum. Í þeim felst t.d. að kýla í boxpúða, sippa og þrekþrautir. HR hefur áður boðið uppá fitnessbox og var árangurinn mjög góður.

Diplomabox er nýtt á dagskrá hjá HR. Diplomabox er fyrst og fremst fyrir krakka undir 12 ára sem vilja læra að boxa. Diplomabox er byggt þannig upp að krakkarnir öðlist ákveðna gráðu fyrir að læra tækni. Þar er viðmiðunin að krakkarnir læra fótaburð og tæknina við að kýla og samhliða þessu verða skemmtilegir leikir. Námskeiðið tekur þrjá mánuði og í lok þeirra þá taka þau próf í því sem þau hafa lært og fá viðurkenningu fyrir þáttöku í fyrsta stigi Diplomabox. Skýrt skal tekið fram að karkkarnir eru ekki látinn keppa á móti hvoru öðru heldur eru þau bara látinn læra tækni.

Bootcamp er annað sem er nýtt á dagskrá hjá HR. Bootcamp er eins og nafnið gefur til kynna er til þess að koma fólki í frábært form. Í bootcamp er lagt mikið uppúr mikili fjölbreytni. Þar eru notuð ýmis tæki og tól þar á meðal: þrautahringir, þrautastöðvar, þrekæfingar með lóðum, útihlaup, sippað og auðvitað kýlt í boxpúða. Bootcamp hefur gefið mjög góða reynslu af sér erlendis og er það núna komið til Íslands. Munurinn á bootcamp og fitnessboxi er að bootcamp er aðeins erfiðara og mikil fjölbreytni í æfingunum

Þjálfarar

Auðvitað eru vel valinn þálfari á hverju námskeiði:

Aðalþjálfari er Fabio Quaradeghini kemur frá Bretlandi. Hann átti farsælan feril í Englandi meðan hann boxaði samhliða BA námi í Oxford og MBA í Cambridge. Hann vann sér inn nokkra titla á ferlinum og meðal þeirra er “Best Pound for Pound Boxer” á árlegru meistaramóti milli Englands, Írlands, Skotlands og Wales árið 1992. Fabio hefur mikla reynslu af að keppa í hnefaleikum og á auðvelt með að nýta sér það í þjálfun sem skilar sér í frábærum árangri þeirra sem æfa hjá honum. Hann hefur verið að þjálfa í rúmlega eitt ár hjá HR og með ótrúlegum árangri. Fabio mun aðallega sjá um boxkennslu. Fabio mun sjá um kennslu í ólympískum hnefaleikum.

Arnaldur Birgir Konráðsson er mentaður einkaþjálfari með ISA gráðu sem einkaþjálfari. Hann mun sjá um fitnessboxið og bootcamp. Hann hefur starfað sem einkaþjálfari í nokkuð mörg ár og hefur mikla reynslu og þekkingu á sínu sviði. Og er hann með sér þekkingu á bootcamp.
Aðstoðamaður hans verður Róbert sem er að klára nám við einkaþjálfun.

Einar Mikael Sverrisson er sá sem mun sjá krakka og unglingana hópana. Einar hefur verið mikið í kringum boxið síðan það byrjaði fyrir nokkrum árum. Einar hefur verið að hjálpa Fabio mikið við þjálfun á byrjenda hópum á seinnasta ár og var annar aðalþálfari Fabio í sumar. Nú sækir Einar þjálfaranámskeið hjá ÍTR(Íþrótta og Tómstunaráð Reykjarvíkur) til þess að öðlast réttindi til þjálfunar á karkka og unglinga hópum.

Öll námskeiðin byrja 1. september næstkomandi

Verð:
18 ára og eldri .- 18.000 kr. fyrir 4 mánuði
12 - 17 ára .- 15.000 kr. fyrir 4 mánuði
Undir 12 .-. 9.900 kr. fyrir 3 mánuði
Stakur tími .-. 1.000 kr. sem gengur upp í kort

Verð í fitnessbox:
Allur aldur .- 16.500 kr. fyrir 3 mánuði

Þeir sem hafa eitthverjar spurnigar geta annaðhvort hringt eða sent okkur e-mail á heimasíðu okkar.
Sími: 426-9464 (4-boxing)
Einnig er hægt að senda okkur E-mail
Þeir sem vilja sjá stundartöfluna hjá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur geta farið á heimasíðu félagsins.

http://hnefaleikar.is/HR_BAG.htm