Það gerðust tíðindi í gær þegar að nýr Heimsmeistari í þungavikt steig á svið í Suður Afríku.Það sem menn voru að spá alla vikunna rættist.Lennox Lewis vann ekki heimavinnuna sína og mætti til leiks í sennilega versta formi sem ég hef séð hann í.Fyrsta lota byrjaði rólega en Lennox var farinn að slá mörg þung högg og var fljótlega búinn að skera Rahman og bólgnaði vinstra augað á honum.Hins vegar svaraði Rahman alltaf fyrir sig með ágætis höggum.Lewis virtist vera að gera allt nokkuð rétt og var yfir á stigum þegar í fimmtu lotu að Rahman hitti hann með einu rosalegasta hægri höggi sem að ég hef séð nýlega.Lewis átti ekki möguleika að sigrast á talningunni og Hasim Rahman varð nýr Þungavigtarmeistari.Það er nokkuð ljóst að við fáum að sjá Lewis-Rahman 2 því að í samningnum er ákvæði um annan bardaga.Þetta er sennilega það besta sem gat komið fyrir í þungaviktinni því að nú kannski örlar á spennu í þessum annas undanfarið leiðinlegum Þyngdarflokki.