Audley Harrison óskar Danny Williams til hamingju með sigurinn á Tyson. Hann segist alltaf haft trú á honum og Harrisson var búinn að spá því að Danny Williams mundi vinna Tyson.

“Williams sýndi það og sannaði að hann er sterkur eins og naut og er með sannkallað ljónshjarta. Tyson gaf honum bara séns á því að sýna hversu megnugur hann væri sem var löngu vitað”. sagði Audley Harrisson

Eins og stendur þá eru Harrisson og Williams tveir heitustu boxararnir í Englandi núna í dag. Það hefur ríkt mikill rígur milli þessara tveggja boxara alveg frá því Harrisson varð atvinnuboxari árið 2000. Harrisson hélt því alltaf fram að hann gæti unnið Williams um leið og hann væri búinn að fara 5 bardaga sem atvinnumaður. Sama ár og hann varð atvinnuboxari þá vann hann gullið á Ólympíuleikunum í þungavigt í Sydney árið 2000. Harrisson er talinn efnilegasti boxarinn sem England hefur í dag, þó svo að hann sé orðinn 33 ára gamall. Harrisson er 198 cm á hæð 111kg á þyngd og mjög sterkur með góðan faðm. Hann hefur farið 17 bardaga unnið þá alla og 11 á rothöggi. Harrisson er WBF meistari í Englandi.

“Ég er mjög líklega að fara á móti Matt Skelton bráðlega og um leið og ég er búinn með hann þá er ég tilbúinn í þig” sagði Harrisson

Eins og stendur þá er allt opið hjá Williams. Williams segist vilja afsanna það að það hafi ekki verið hnémeiðsl sem réðu úrslitunum á móti Tyson. Hann segist vilja fara aftur í Tyson og sanna það hann sé betri en járnkallinn og þetta hafi ekki bara verið eitthver tilviljun að hann hafi unnið. Síðan er spurning hvort Williams sé ekki kominn á aðeins hærra plan en það sem Harrisson er á. Hvort hann ætti að eltast við það að fara á móti Harrisson þegar hann getur farið á móti eitthverjum sem eru meiri peningar í boði. Því bardaginn milli Williams og Tysons opnar marga möguleika fyrir hann. Tvímælalaust yrði bardagi Williams og Harrisson stærsti breski þungavigtarbardagi síðan Lewis VS Bruno, en ætli að Williams sé að sækjast eftir því?