Ég vildi bara koma á framfæri að hnefaleikar eru frábær íþrótt sem mér finnst að allir ættu að prófa. Ég sjálfur kynntist íþróttinni fyrir rúmum 2 árum. Þá hóf ég æfingar í littlum íþróttasal í Breiðholtinu sem hét BrOnX gym. Á þeim tíma var ég 135 kg. Ég fór í einkaþjálfun til manns sem ég er óendanlega þakklátur. Hann fór út að æfa þegar hann var yngri og hefur oftar en einu sinni keppt hér á Íslandi. Hann þjálfaði mig af mikilli hörku. Þegar ég byrjaði hjá honum gat ég aðeins tekið 5 armbeygjur og það á hnjánum , hafði ekkert þol og engann kraft. Það kemur á óvart hvað það er erfitt að taka 2-3 lotur. Það þarf gríðarlegt þol. Það er nánast tekið á öllu sem líkaminn er megnugur. ÞAð þarf að hafa snerpuna í lagi, þyngdina, þolið, kraftinn, rétt viðbragðsskyn og hugarfarið svo lítið sé nú nefnt. Það stóð uppúr hjá mér að ég fékk tækifæri á að keppa við Skúlana tvo. Skúla “Tyson” ,eins og hann er kallaður , tvisvar í BAG keflavík. Hann sýndi mikla snilli og sýndi mér enga vægð , rotaði mig meira að segja í seinna skiptið. Ég man samt að það var eitthvað að nefinu á honum , hann fékk blóðnasir í bæði skiptin. Og svo fékk ég að keppa við hinn Skúla á keppni sem var heldin í Bronx gym. Við fórum 3 lotur og það var mjög drengileg keppni. Það var enginn rotaður en samt góð skemmtun að mínu mati.

Ótrúlegt en satt , þá léttist ég um nánast eitt kíló milli æfinga. Ég léttist um 40 kíló á 3 mánuðum, 3 kíló á viku, og byggði upp ótrúlegt þol. Þetta var magnaður árangur. En því miður hætti Bronx gym vegna slæmra samninga við húseiganda. Og ég hætti að geta stundað æfingar. Núna æfi ég í einkasal og er með það markmið að koma mér aftur inn í íslenska hnefaleikaheiminn.