Var að horfa á adrenalín og það var sýnt úr næstu þætti þar sem fylgst verðru áfram með Arne Aarhus og ég sá að núna var hann í Tælandi því það var sýnt frá Muay Thai (Thai Box) keppni. Þetta virtist vera the real deal þó að ekkert var að gerast í rauninni markvert af því sem ég sá. En ég hvet alla áhugamenn um box og bardagaíþróttir að kíkja á Adrenalín næst því þessi íþrótt er alveg rosaleg.

Ég er btw ekki að æfa Muay Thai finnst þetta bara cool íþrótt og væri gaman að fá smá vakningu fyrir öðru en bara boxi. Þess má líka geta að það hefur verið nokkuð mikið um að tælendingar skipti yfir í pro box vegna þess að þar eru peningarnir, og hef ég heyrt því fleygt að Thai Boxarar væru með bestu boxurum í Asíu. Ekki langt síðan þetta fór að gerast þannig það verður gaman að sjá hvort einhverjir asíubúar fari að gera vart við sig í léttari flokkunum (eru allir grindhoraðir). Líka gaman að minnast á að Thai Boxarar eru með kinn dauðans. Þeir éta olnboga og hné þanníg ég held það væri gaman að sjá hvernig þeir höndla góðar fléttur frá pro boxara.

Líka ef einhver hefur áhuga á að æfa Muay Thai veit ég að Jimmy er að kenna þetta á staðnum sínum sem heitir Pumping Iron. Hann er til húsa við Dugguvog 12 (líka kennt Kung Fu, kickbox og allur fjandinn).