Laugardaginn 22. maí verður haldið stórmót í boxhöllinni Faxafeni 8. Eins og sem oft áður verða margir spennandi bardagar. Í þetta sinn koma strákarnir sem keppa frá Hnefaleikafélagi RVK, Hnefaleikafélagi Reykjarnes, Vestmaneyjum, Ísafirði og Hnefaleikafélaginu Hamri.

Þar má nefna Ísfirðinginn Lárus Mikael sem er á mikili uppleið í þungavigtinni. Þeir sem hafa verið að fylgjast með boxinu kannast öruglega vel við þriggja bardaga einvígi Lárusar og Grindvíksins sterka Tómasar Guðmundssonar. Lárus hafði betur í öllum þessum viðureignum þó oft hafi munað mjög litlu. Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með þessum bördögum því báðir eru þessir strákar mjög sterkir og kraftmiklir.
Svo það er ekki hægt að segja annað en að Lárus sé mjög mikið efni í góðan þungavigtara því hann hefur allt sem til þarf og gott betur. Lárus er tvöfaldur þrekmeistari Íslands svo hann ætti að hafa nóg úthald til að vera með flott “Show” svo það ætti enginn að vera svikinn að koma og sjá þennan kraftmikla Ísfirðing.

Og ekki eru hinir boxararnir síðri. Þar má nefna Vikar Karl Sigurjónsson sem er mjög lipur boxari. Vikar hefur keppt nokkra bardaga í Danmörku og hefur gengið mjög vel. Hann hefur átt mikilli velgengni að fagna og ekki als fyrir löngu var hann valinn boxari kvöldsins úti í Danmörku sem þykir mikil heiður á svona stórmóti þar í landi. Vikar keppir í fitness samhliða boxinu og er mjög þolmikil maður og á vonandi eftir að koma á óvart.

Húsið opnar Kl:19:00 og bardagarnir byrja klukkan 20:00. HR-Höllin er í Faxafeni 8 sem er við hliðina á Hagkaupa og er auðvelt að þekkja húsið þar sem Enskuskólinn og Fitnessoprt eru einnig til húsa og gengið er inn að aftan. Gert er ráð fyrir að þetta taki um 2 og hálfan tíma.

Það kostar 1000 kr. inná kvöldið og er það vel þess virði og eru miðarnir seldir á staðnum.

Als verða bardagarnir sjö talsins og er valinn maður í hverju horni. Allir þessir strákar hafa æft vel fyrir þetta mót og eru tilbúnir í að gera sitt allra besta til þess að sýna áhorfendum eitthvað sem þau munu aldrei gleyma.

Þeir sem vilja skoða nánar heimasíðu Hnefaleikafélags RVK geta farið á http://www.boxid.tk/. Þar er einnig að finna ferilskrá íslenskra boxara og upplýsingar um félagið.