Núna næstkomandi laugardag(21.02.04) verður haldinn fyrsta hnefaleikakeppni ársins. Hún verður haldinn í Faxafeni 8 þar sem hnefaleikafélag Reykjavíkur er til húsa. Þarna munu koma fram strákar frá Reykjavík, Garðabæ, Keflavík og Ísafirði.

Gert er ráð fyrir um 6-8 bardögum. Og þar ber hæst þungavigtarbardagi á milli Ísfirðingsins Lárusar Mikael Daníelssonar og Grindvíkingsins Tómasar Guðmundssonar. Og annar aðalbardagi kvöldsins verður Vikar Karl Sigurjónsson frá Keflavík og Magnús Sigurðsson frá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur sem keppa í léttþungavigt.



Húsið opnar kl. 19:00 og gert er ráð fyrir því að bardagarnir byrji Kl: 20:00. Miðar eru seldir í afgreiðslunni hjá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur(Faxafen 8 að baka til) og kostar miðin 1000 og eru 200 miðar í boði. Einnig má ekki gleyma því minnast á að BAG promotions stendur fyrir þessari fyrstu keppni ársins.

Vonandi mæta sem flestir.

Kveðja DFSaint