Skyldi Læknafélag Íslands senda erindi til menntamálaráðherra
um bann við handbolta í kjölfar þessa, eins og mér skilst að
félagið hafi gert gegn hnefaleikum.



Handboltakona í lífshættu

Serbnesk handknattleikskona, Sanja Jovivic, var í lífshættu um tíma eftir að hafa fengið þungt höfuðhögg í leik með danska liðinu Ikast-Bording í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld.

Hún lék þar gegn sínu gamla félagi, Buducnost frá Serbíu, og datt illa og lenti á hnakkanum eftir að hún var stöðvuð harkalega í uppstökki.

Jovicic var meðvitundarlaus í 20 mínútur og náði ekki andanum til að byrja með eftir höggið. Læknar sögðu að um tíma hefði ekki mátt tæpara standa. Hún jafnaði sig á sjúkrahúsi og virðist hafa sloppið með skrekkinn en lið hennar tapaði leiknum 19:31 og er úr leik í meistaradeildinni en um næstu helgi leikur liðið gegn Saporosje frá Úkraínu á heimavelli í Danmörku.

Heimildir: Mbl.is