Eflaust eru mjög margir sem eru að velta fyrir sér framtíð þungavigtarinar. Því nú vilja menn meina að það séu kaflaskipti eftir að Lennox Lewis tilkynnti að hann væri hættur að keppa.
Núna opnast möguleiki fyrir nýja kynslóð boxara til þess að berjast um heimsmeistaratitilinn í hnefaleikum.

Ég held að það séu fáir sem neita því að “gömlu” meistararnir eins og Tyson, Holyfield og James Toney séu farnir að syngja sitt síðasta. Svo spurninginn er hver tekur við af þessum mönnum? Getur það verið að það sé kominn tími á að það verði “hvítur” heimsmeistari. Er tími hina hvítu vonar loksins runnin upp? Er tími Klitschko bræðrana kominn? Er Chris Byrd nógu góður? Koma nýju mennirnir Juan Carlos Gómez og Joe Mesi með eitthvað sem boxheimurinn hefur ekki séð áður? Eða tekur nýstirnið Dominick Guinn(24-0-0-17 KO) þungavigtina með trompi?

Ég held að þetta er það besta sem hefur skéð fyrir þungavigtina í mjög langan tíma. Nú kemur vonandi skemmtileg barátta um þennan eftirsóknaverða titil.

Svo ég spyr ykkur hver verður næsti heimsmeistari?

Kveðja DFSaint